20.03.1933
Efri deild: 29. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Bjarni Snæbjörnsson:

Að ég tók ekki rjómalíki og ostalíki með í brtt. mínum, var af því, að þær vörutegundir skipta minna máli. Þær eru svo sjaldgæfar, að lítil hætta er á, að þær verði misnotaðar. En ef farið yrði að vinna mjólkurlíki í stórum stíl, þá eigum við það á hættu, að farið verði að nota það til muna. Þó eftirlit yrði haft um þetta í smjörlíkisgerðunum, þá er ekki loku fyrir skotið, að farið yrði að nota það utan smjörlíkisgerðanna, og ef til vill þar líka. Slíkt verður erfitt að „kontrolera“, þegar þessi vinnsla er á annað borð hafin. Það veldur smjörlíkisgerðunum engu tjóni, þó þetta sé fellt burtu, og fyrir almenna neyzlu er enginn skaði skeður; þvert á móti. Ef þetta er fellt úr frv., eins og ég legg til, og bannaður er innflutningur jafnframt, þá er þetta atriði tryggt. (PM: En framleiðsla á því hér?). Ef þetta frv. verður samþ., þá falla eldri lög um þetta úr gildi.

Ég þarf svo ekki að ræða þetta meira. Það hlýtur öllum að liggja í augum uppi. hver minn tilgangur er með brtt.