20.03.1933
Efri deild: 29. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (749)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Jón Baldvinsson:

Örfá orð til hv. 4. landsk. út af ágreiningi okkar í sambandi við 6. gr. frv. — Það er misskilningur hjá hv. þm., ef hann heldur, að smjörlíki sé eingöngu notað til kökugerðar. Það er líka notað til brauðgerðar. Bakararnir eru stórir kaupendur að smjörlíki, enda er brauð mikil neyzluvara. Algert bann á innflutningi smjörlíkis, samfara hækkuðu verði innanlands, er því ekki neitt þýðingarlaust atriði. Brauðverðið hlýtur að hækka, ef l. verður beitt. Ef frv. verður samþ., eins og hv. 3. landsk. og n. vill, og 1. svo beitt til fulls, þá mundi það fyrirbyggja allan innflutning smjörlíkis. Enginn kaupmaður myndi fara að flytja inn smjörlíki, sem hann vissi ekki, hvort hann gæti selt vegna hamla. Ég vil benda á það, að sumir landshlutar, t. d. Austfirðir, eru svo settir aðstöðu sinnar vegna, að þeir verða að fá þessa vöru frá útlöndum, vegna þess að engar skipaferðir eru mánuðum saman við aðra landshluta. Þetta virðist mér, að n. hafi ekki athugað nógu rækilega.