15.03.1933
Neðri deild: 25. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 813 í B-deild Alþingistíðinda. (771)

35. mál, kjötmat og fl.

Björn Kristjánsson:

Ég verð að sjálfsögðu að beygja mig fyrir því, ef það er algert skilyrði fyrir sölu á kjöti erlendis, að þetta ákvæði um læknisskoðunina sé sett í löggjöfina, enda þótt neyðarúrræði sé, þar sem það er vitanlegt, að slík skoðun á lifandi fé og innýflum er með öllu gagnslaus. Sé nú svo, að óhjákvæmilegt reynist að lögbjóða slíka skoðun, þá teldi ég heppilegra að setja það sem reglugerðarákvæði, eins og hæstv. atvmrh. stakk upp á, heldur en sem beint lagaákvæði.