27.03.1933
Efri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 834 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

21. mál, byggingarsamvinnufélög

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Þetta frv. hefir nú gengið gegnum hv. Nd. og verið samþ. þar með örfáum breyt.

Frv. er borið fram vegna þess, að þegar l. frá síðasta þingi um byggingarsamvinnufélög áttu að koma í framkvæmd, reyndust nokkur ákvæði þar ekki svo heppileg sem skyldi, sérstaklega þó þau ákvæði, að öll lán, sem slík félög tækju, skyldu teljast í einum flokki. Þetta þótti varhugavert vegna þess, að þá þóttu litlar tryggingar fyrir því, að þessi félög næðu nokkrum þroska, heldur þvert á móti gætu þessi ákvæði leitt til þess, að þegar slíkt félag væri búið að taka lán, þá mundi það loka að sér og ekki kæra sig um að taka á sig sameiginlega ábyrgð fyrir þá, er síðar vildu koma. Ennfremur er svo ákveðið í þessum 1., að ábyrgðin sé sameiginleg, bæði fyrir þá, sem þegar hafa fengið lán fyrir stuðning félagsins, og einnig fyrir þá, sem ekki enn hafa fengið slík lán. Þetta þykir munu valda misræmi og óánægju meðal félagsmanna innbyrðis, er félagshlunnindi og félagsskyldur fylgjast eigi að. Þess vegna er nú farið fram á þá breyt. í þessu frv., að í hvert skipti, sem slíkt samvinnubyggingarfélag tekur lán til starfsemi sinnar, skuli það teljast einn lánsflokkur með samábyrgð allra félagsmanna, sem lán fá úr þeim flokki, en ekki samábyrgð allra félagsmanna, hvort sem þeir eru þegar farnir að njóta félagshlunninda eða ekki, eins og nú er í lögum. Jafnframt er það ákvæði sett í frv., að ekki megi vera færri menn en 15 í hverjum flokki, og á það ákvæði að veita sömu tryggingu og það ákvæði, sem er í núgildandi 1., að ekki þurfi nema 15 menn til að stofna samvinnubyggingarfélag. Ennfremur eru hér nokkrar smærri breyt., svo sem að leita skuli staðfestingar atvmrn. á samþykktum hvers félags. Árlegt gjald í hverju félagi er ekki fastákveðið eftir þessu frv., heldur gerir hvert félag samþykktir um það efni fyrir sig. Það getur verið mismunandi, hvað gjöldin eiga að vera há í einstökum félögum, og því erfitt að fastákveða það í l. áður en reynsla er fengin.

Þá er og sú breyt. í þessu frv., sem á að tryggja það, að félögin byggi ekki dýrar og stórar íbúðir, þar sem tiltekið er, að rúmmál hverrar íbúðar skuli ekki vera meira en 500 teningsmetrar. Ennfremur er það tiltekið, hvað 1. veðréttur ásamt ríkisábyrgð megi nema miklu fyrir hverja íbúð. Er svo til ætlazt, að þessi ákvæði komi í veg fyrir misnotkun á þeim hlunnindum, sem 1. veita hlutaðeigendum.

Ég legg til, að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og allshn.