21.03.1933
Efri deild: 30. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (824)

25. mál, stjórn vitamála og um vitabyggingar

Jón Baldvinsson:

Það er eins og mönnum gleymist það í sambandi við þetta atriði, sem hér er um að ræða, að það er stj., sem eftir sem áður undirbýr fjárl., enda þótt samþykkt fjárl. sé á valdi Alþings, og það er lítill vafi á því, að stj. dregur úr þeim framkvæmdum, sem þingið þó ætlast til, að gerðar séu, einmitt með þessum röksemdum, sem koma fram í 2. brtt. n., að ástæður ríkissjóðs leyfi ekki framkvæmdirnar eins og standi. Það, sem ég hefi sagt um þetta atriði, er því allt rétt, og miða þessar till. að því að auka vald stj. í þessum efnum og gera vald hennar meira en vald þingsins.

Út af „prentvillunum“, sem upplýst er, að brtt. n. úa og grúa af, vildi ég beina því til hæstv. forseta, hvort hann gæti ekki fallizt á að taka málið af dagskrá nú, til þess að n. gæfist kostur á að leiðrétta þær. Þyrfti n. alls ekki að þykkjast af því, þótt henni væri gefinn kostur á þessu.