17.02.1933
Efri deild: 3. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (888)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það eina, sem um var talað á síðasta þingi, var, hvað standa skyldi í l. þeim, sem þá voru afgr., en ekkert um hitt, hvaða till. skyldi bera fram á næsta þingi. Ég tel því, að ég sé ekki á neinn hátt bundinn, enda gat ég ekki samið fyrir þingið.

Alþingi verður á hverjum tíma að ráða sínum ákvörðunum, og ég vil ráða hv. 2. landsk. að gera yfirleitt ekki þá samninga, sem eiga að gilda um alla framtíð, við aðra en þingið sjálft. (JBald: Er þetta ekki stjfrv.?). Jú, það er stjfrv., það er borið fram af stj. í þessari mynd, en þó boðið samtal til samkomulags í þessu efni.