21.02.1933
Sameinað þing: 2. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

Utanríkismálanefnd

Jón Baldvinsson:

Við Alþýðuflokksmenn höfum ekki atkvæðamagn til að koma manni í utanríkismálanefnd, en eigi að síður viljum við leggja fram lista við þessa kosningu, svo sem við höfum áður gert, þá er utanríkismálanefnd hefir verið kosin.

Hlutfallskosning var viðhöfð, og bárust forseta þrír listar, A, B og C. Á A-lista voru MT, JónasJ, TrÞ, á B-lista JónÞ, ÓTh, MJ, og á C-lista HV. — Samkv. því lýsti forseti yfir, að kosnir væru án atkvgr. alþingismennirnir

Magnús Torfason,

Jón Þorláksson,

Jónas Jónsson,

Tryggvi Þórhallsson,

Ólafur Thors,

Magnús Jónsson,

Héðinn Valdimarsson.