25.04.1933
Efri deild: 55. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. þm., sem nú lauk máli sínu, er vel kunnugt um það, að stj. ætlaði a. m. k. í lengstu lög að játa ógert að flytja ný tekjuaukafrv. vegna ríkisrekstrarins, þó erfiðlega horfi nú, önnur en þau, sem flutt eru í sambandi við kreppuráðstafanirnar. Þau eiga að fylgja hinum kreppufrv. og mun verða útbýtt á morgun, þeim sem ekki koma í dag.

Veitingaskatti er stj. hlynnt, og vill þó hafa hann hærri en gert er ráð fyrir í í frv. hv. þm.

Það er ekki um það að ræða hérna, að taka þessa tóbakspeninga frá óhófi eða óþarfaeyðslu og setja þá til annars. Það má segja, að þeir séu teknir af óþarfaeyðslu, en þeir renna ekki í neinn óþarfa eða óhóf, þó þeir renni í ríkissjóð. Þeir renna til þeirrar höfuðnauðsynjar, sem fyrst og fremst verður að hafa í huga nú, að gera sem minnstan tekjuhalla ríkisins. Ég hygg, að ekki sé hægt að segja, að þeir menn séu á móti verkamönnum og bændum, sem eitthvað hugsa um þá miklu þörf alþjóðar.