24.04.1933
Efri deild: 54. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (933)

24. mál, vega og brúargerð

Frsm. (Halldór Steinsson):

N. hefir því miður ekki átt kost á að ræða um brtt. þá, sem hv. 3. landsk. hefir borið fram við þetta frv., þar sem einn nm. hefir verið veikur og er fyrst á fundi nú í dag. Við hinir nm. höfum átt tal um till., og get ég lýst því yfir fyrir okkar hönd, að við leggjum ekki mikla áherzlu á, hvort hún verður samþ. eða felld. Hér er aðeins um það að velja, hvort vextir af þessum lánum skuli ákveðnir 5½% eða 1% hærri en innlánsvextir á hverjum tíma. N. gerir því enga till. um þetta, heldur vill hún láta d. skera úr málinu.