10.04.1933
Efri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

34. mál, fjárþröng hreppsfélaga

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Í frv. er aðeins um að ræða, hvað gera á, þegar fjárþröng ber að höndum, og gildir það jafnt um hreppsfélög sem kauptún, að þau geta ekki sótt um fjárstyrk til sýslufélaganna. (IP: Frv. skyldar sýslufélögin til að hjálpa). Nei, þvert á móti. Frv. er einmitt skýr vottur þess, að sýslufélögin eru ekki skyldug til að hlaupa undir bagga með hreppsfélögunum.