16.11.1933
Efri deild: 11. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (1031)

21. mál, rafveita Austur-Húnavatnssýslu

Jón Þorláksson:

Ég ætla ekki að fara út í hnotabit við hv. 2. landsk. Um afstöðu bæjarstj. Rvíkur til virkjunar Sogsins. Hann lýsti því sjálfur, að það var ekki fyrr en á síðasta þingi, að sú löggjöf fékkst, sem tryggði það, að þessu stóra virkjunarmáli yrði komið fyrir á skynsamlegan hátt. Hér er því ekki um að ræða neina mótsögn hjá mér, eða stefnubreytingu hjá Sjálfstfl. Það var Framsfl. á þingi, sem stóð gegn málinu, eins og hv. þm. tók fram.