20.11.1933
Efri deild: 14. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í D-deild Alþingistíðinda. (1043)

21. mál, rafveita Austur-Húnavatnssýslu

Jón Jónsson:

Hann er laginn á hað, hv. 2. landsk., að koma alltaf að Sogsvirkjunarmálinu, hvenær sem minnzt er á rafveitu hér á þingi. En ég sé ekki, hvað það mál kemur þessari þáltill. við. Vil ég leyfa mér að benda á það, að í frv. um Sogsvirkjun, sem hv. þm. á við, er farið fram á meira en ábyrgð af ríkisins hálfu. Sogsvirkjunarmálið er gott mál, þegar það er vel undirbúið, en það hefir það tæplega verið fyrr en nú. En ég hygg nú samt, að hv. þm. geti ekki sýnt eins glæsilega fjárhagsáætlun um það fyrirtæki eins og ég get sýnt um þetta. Af því að ég álít, að Sogsvirkjunarmálið hafi ekki verið eins vel undirbúið, þegar það kom fyrir þingið, eins og þetta mál, álít ég, að hér sé talsvert ólíku saman að jafna.