29.11.1933
Efri deild: 22. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í D-deild Alþingistíðinda. (1125)

75. mál, sala innanlands á landbúnaðarafurðum

Flm. (Jón Jónsson):

Ég hefi orðið að hola mörg högg og stór fyrir þessa till. af hinum 3 stórveldum d., og veit ég, að engan mun undra það, þótt mér veitist erfitt að gera þeim öllum full skil á móti.

Hv. 2. landsk. hneykslaðist mjög á því, sem ég lauslega hafði vikið að gengismálinu. Ég hafði vikið að því, að ég vildi játa rannsaka með aðstoð þeirra aðilja, sem fyrst og fremst eiga hlut að þessu máli og hafa þekkingu á því, hvernig haga megi sölu landbúnaðarafurðanna sem bezt fyrir alla aðila, og drap ég á það í því sambandi, hvernig koma mætti fyrir verðuppbót til handa þeim framleiðendum, sem fjær búa hinum stærri mörkuðum, an þess ró að íþyngja heim, sem betur eru settir og nær búa stærstu kaupstöðunum. Minntist ég á það í þessu sambandi, að sumir hefðu haldið því fram, að eina leiðin að þessu marki væri gengislækkun, enda er ekki vafi á því, að fyrir framleiðendurna yrði það heldur til bóta, ef krónan væri lækkuð. Hv. 2. landsk. vildi að vísu halda því fram, að bændur mundu því aðeins hafa gott af þessu, ef þeir flyttu jafnt út sem inn eftir sem áður. Nú er það vitanlegt, að baendur geta því aðeins rekið búskap sinn, að þeir flytji meira út en inn og fái líka meira fyrir það, sem þeir flytja út. Hv. 2. landsk. vitnaði til Jóns Árnasonar framkvæmdastjóra um það, að bændur mundu ekki hafa hag af krónulækkun, en það er hvorttveggja, að ég hefi ekki seð nein slík ummæli eftir Jón Árnason, enda getur honum skotizt, þótt skýr sé, ekki siður en öðrum. Ég gat að vísu hugsað mér, að Jón Árnason hefði látið ummælt eitthvað á þessa leið, og miðað þau ummæli eingöngu við það, að bændur lifðu á hinum innlenda markaði.

Þá hélt hv. 2. landsk. því fram, að ég vildi ekkert samneyti eiga við neytendurna um athugun þessa máls, og taldi hann mig sýna þetta með því að hafa elski gengið út frá Alþýðusambandinu í till. mínum um athugun málsins. Ég vil nú leyfa mér að benda hv. 2. landsk. á það, að ekki ber hann verkamannakaupið undir Búnaðarfélagið, og mér finnst hann því varla geta ætlazt til þess, að ég ræki tillitið til Alþýðusambandsins sérstaklega. Annars fer því alls fjarri, að ég vilji ganga harkalega að neytendunum. Ég geri aðeins till. um það, að málið verði lagt í hendur ríkisstj., og ríkisstj. mun einmitt líta á málið frá öllum hliðum og taka tillit til hagsmuna allra þeirra, sem hér geta komið til greina. Og að þessu leyti álít ég einmitt, að mín till. taki öðrum till. fram, sem fram hafa verið bornar í málinu. Það er rétt, að till. mín gengur aðeins út á að láta rannsaka málið, og ástæðan er bæði sú, að málið er órannsakað og nauðsynlegt, að það verði rannskaðað, enda geri ég mér vonir um, að rannsókn málsins leiði til góðs, ekki sízt fyrir framleiðendur þessa lands. Ég er ekki svo blindur, að ég haldi, að hægt sé að fyrirskipa neitt í þessu efni an rækilegs undirbúnings, en ég þykist mega fulltreysta því, að málið sé í góðum höndum, a. m. k. ef hæstv. núv. atvmrh. verður afram í stj., og ég vona, að þingið verði ekki svo slysið að kasta honum og taka ef til vill í staðinn einhvern tómlatari mann um hag okkar bænda. Það er því hinn mesti sleggjudómur hjá hv. 4. landsk., að ég vilji ekki leysa málið, en taka það lausatökum einum. Ég vil einmitt stuðla að lausn málsins sem beztri, og ég vona, að hv. dm. séu sama hugar og ég er í heim efnum. Ég vil láta rannsaka málið, svo að hægt sé að undirbúa lausn þess af skynsamlegu viti og þekkingu.

Þá talaði hv. 3. þm. Reykv. um, að framleiðendur ættu að fá allan sinn vilja, en neytendur ekki neitt, og hugsun mín væri sú, að láta nú Reykvíkinga borga duglegt verð. Það er alls ekki sagt, að framleiðendurnir eigi að fá allan sinn vilja, heldur er gert ráð fyrir, að þeir eigi að fá nálægt framleiðslukostnaði fyrir afurðir sínar. Hv. 4. landsk. hélt því fram, að þó væri erfitt í hverju tilfelli að reikna út, hver framleiðslukostnaður væri. Þetta kann að vera rétt að einhverju leyti. En ég held þó, að hver meðalgreindur bóndi geti gert sér þetta ljóst. Það ætti því ekki að verða vandræði úr því fyrir nefnd að afla sér þeirra upplýsinga um þessa hluti, sem gæti orðið nokkurnveginn sanngjarn grundvöllur til þess að byggja á. Hitt finn ég ekki, að neytendur séu neitt hart leiknir, þó að þeir verði að greiða fyrir nauðsynjar sínar hinn nauðsynlegasta framleiðslukostnað þeirra. Annars fæ ég ekki skilið, hvernig hægt er að hugsa sér. að mögulegt sé að stunda framleiðslu án þess að fá a. m. k. fyrir hana framleiðslukostnaðinn. Þá viðurkenndi hv. þm., að kröfunum væri stillt allmjög í hóf. Þetta er rétt, því að hér er aðeins um að ræða bendingar til stj., bendingar um það, hvað eigi að taka til greina, og má vel vera, að hún finni betri mælikvarða en hér hefir verið bent á. Að hér eigi að fara að beita einhverju harðræði við Reykvíkinga og aðra, er alls ekki rétt. Slíkt er aðeins sagt út í loftið, til þess eins að þyrla upp ryki í augu manna.

Þá þóttist hv. 3. þm. Reykv. geta innan skamms lagt fram skýrslu um það, hversu mörgum milljónum Reykvíkingar töpuðu árlega á því, að innflutningur landbúnaðarafurða frá öðrum löndum væri að mestu leyti heftur til Reykjavíkur. Það væri að sjálfsögðu gaman að sjá slíka skýrslu, en annars hélt ég, að Reykvíkingar keyptu almennt ekki landbúnaðarafurðir fyrir fleiri millj. árlega, og gætu því ekki tapað fleiri millj. í verðmismun á þeim kaupum.

Þá sagði hv. hm., að ég hefði sagt, að með þessu væri alls ekki stefnt í einokunarátt, en hann virtist nú alls ekki vera á þeirri skoðun. Þetta er rétt hjá hv. þm. Ég tók þetta fram í gær, og ég stend við það enn. Ég taldi það og tel það enn fjarri allri einokun, þó að t. d. 4–5 félög hér í Rvík hefðu kjötsöluna á hendi, félög, sem yrðu svo að hlíta ákvörðun um verðlagið, sem sett væri af þar til skipaðri nefnd.

Þá sagði hv. þm. ennfremur, að svo ættu kaupstaðabúarnir ekki aðeins að kaupa afurðir bændanna háu verði, heldur ættu þeir og að greiða skattana fyrir þá líka. Þetta er ekki rétt hjá hv. þm. hað, sem ég nefndi, var aðeins það, sem gert er meðal nágrannaþjóða okkar í þessu efni, og ég tel, að í þessu sem öðru getum við lært af þeim það, sem hægt er að heimfæra upp á okkar þarfir.

Þá talaði hv. þm. um það, að ég vildi láta skipa ráðunauta stjórnarinnar í þessum málum mjög einhliða. Þetta er ekki rétt. Ég legg aðeins til, að leitað sé álits vissra stofnana; að öðru leyti hefir stj. alveg óbundnar hendur. Hún getur leitað til fleiri, ef henni finnst ástæða til.

Hv. 4. landsk. sagði, að ekki væri ætlazt til, að mál þetta væri lagt fyrir þingið í frv.formi eftir að rannsókn hefði farið fram. það er rétt, að ég hefi ekki tekið þetta beinlínis fram, aðeins að árangurinn af þessari athugun skuli leggjast fyrir næsta Alþingi, og er þá að sjálfsögðu ætlazt til, að stj. geri það í því formi, sem hún eftir athugun málsins telur því fyrir beztu.

Brtt. þær, sem fram hafa komið við till. mína, mun ég ekki gera að kappsmáli; þó er það svo, að brtt. hv. 4. landsk. til ég sízt til bóta. Ég tel réttara, að stj. hafi sem óbundnastar hendur um vinnubrögðin.