25.11.1933
Neðri deild: 19. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (1222)

37. mál, talstöðvar

Ólafur Thors:

Sjútvn. tók til athugunar þáltill. þá, sem hv. þm. Ísaf. flutti um, að reistar yrðu talstöðvar á Ísafirði og Siglufirði nú á næsta sumri. Við þá athugun málsins kom upp nokkur ágreiningur í n. um það, hvaða tökum væri heppilegast að taka á því. Við sjálfstæðismennirnir í n. töldum rétt að athuga það nokkru nánar en till. hv. þm. Ísaf. gaf tilefni til, einkum þar sem segja má, að hér sé um þrefalda þörf að ræða, sem kallar á slíkar talstöðvar. Má þar fyrst nefna veðurfregnir. Víðast eru veðrabrigði og stórmar mestir á andnesjum, og er því mikils um vert, að sannar veðurfregnir faíst sem greiðast þaðan. En eins og kunnugt er, þá er samgöngum og símasamböndum þangað mjög ábótavant. Á þessu má því einmitt raða mikla bót með byggingu talstöðva. Annað verkefni slíkra stöðva er það, að senda út aflafréttir og það hafði hv. flm. sérstaklega fyrir augum, eins og hann gat um í framsöguræðu sinni við fyrri hluta umr., og þarf ég því ekki að fara mínar út í það.

Í þriðja lagi eru það slysavarnirnar, sem knýja mjög á um það, að þessar talstöðvar verði reistar sem víðast. Það er oft lífsnauðsyn að koma skjótt fregnum til skipa á sjó úti, því ef hætt er við, að skipum hafi hlekkzt á eða ef báta vantar úr verstöðvum, þarf að hefja leit hið bráðasta. Þessi þrefalda þörf, sem ég nú hefi lýst, knýr fast á um það, að þessar talstöðvar verði reistar.

Ég gerði það því að till. minni í sjútvn., að beint yrði til ríkisstj. áskorun um að rannsaka, hvernig bezt yrði ráðin bót á þessu með talstöðvakerfi í kringum allt land. Og sjútvn. gat fallizt á þessa uppástungu mína, eins og brtt. n. á þskj. 142 ber vott um. Það er að öðru leyti upplýst, að hv. flm. hafði áður en hann flutti þáltill. hér í Þd. átt tal við landssímastjóra og fékk hjá honum þær fréttir, að ákveðið væri að reisa talstöð á Siglufirði næsta sumar. Till. hv. flm. var því að efni til aðeins um það, að talstöð yrði sett upp á Ísafirði. Kom þá í ljós, að nm. voru ekki allir sammála um, að sú stöð ætti að sitja fyrir öðrum. Hv. 1. þm. S.-M taldi brýna nauðsyn á að fá upp talstöð í Papey, og hv. þm. Vestm. benti á sömu þörf í Vestmannaeyjum. Þegar það for svo að koma í ljós, eftir að slíkum uppástungum fjölgaði, að nokkur hætta væri á, að nm. yrðu máske ekki alveg óhlutdrægjr í till. sínum, varð samkomulag í n. tóm þessa brtt., að stj. skyldi falið að rannsaka, hvar mest væri þörf fyrir slíkar talstöðvar, út frá þessu þrefalda sjónarmiði, sem ég hefi áður lýst, en alveg án tillits til kjördæmaaðstöðu og hagsmuna einstakra þingmanna.

Ég hafði að vísu álitið nauðsynlegt, að það yrði ekki hafður svo mikill hraði á þessu máli, að reisa þrjár talstöðvar þegar á næsta ári, en gerði þó ekki ágreining um það í n. og gat fallizt á þá niðurstöðu, sem er í brtt. (Dómsmrh.: Þar stendur líka „allt að þremur talstöðvum“). Já, það er einmitt orðað þannig samkv. till. mínum.

Ég vona, að hæstv. stj. taki vel á móti þessari áskorun, og ef eitthvað verður úr framkvæmdum, æski ég þess eindregið, að stj. hafi þau þrjú sjónarmið, sem talin eru í brtt., fyrir augum við rannsókn málsins.