14.11.1933
Efri deild: 9. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (1225)

16. mál, takörkun eða bann á innflutningi á óþörfum varningi

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég kann að hafa sagt, að þetta frv. hafi verið borið fram vegna kaupmanna og verzlunarmanna. Hv. þm. getur auðvitað einn sagt um sínar hvatir. En þetta taldi ég svo vegna þess, að ég viðurkenni, að kaupmanna- og verzlunarstéttin sé sú stétt, sem verði að ýmsu leyti illa úti, þegar svona ráðstafanir þarf að gera. Hjá öðrum stéttum sé ég gagnstæða hagsmuni. Og ég álít, að þeirra hagsmunir verði, þegar til lengdar lætur, líka hagsmunir verzlunarmannastéttarinnar, sem á allt undir kaupgetu annara stétta. Af þessari ástæðu mun ég hafa talað um kaupmannahagsmuni í þessu sambandi.