17.11.1933
Neðri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í D-deild Alþingistíðinda. (1244)

30. mál, hafnargerði á Skagaströnd

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Út af fyrirspurn hv. þm. V.-Húnv. vil ég gefa þær upplýsingar, að mælingar á Hindisvik hafa farið fram, en mér er ekki kunnugt um, hversu kortagerð er langt komin, en skal hinsvegar afla þeirra upplýsinga mjög bráðlega. Ég vil taka það fram, að hér er ekki verið að ræða um síldarbræðslustöð á Norðurlandi, heldur aðeins litla viðgerð á höfninni á Skagaströnd, sem fram yrði að fara hvort sem síldarbræðslustöð yrði sett var upp eða ekki. Það getur liðið langt þangað til höfn verði byggð á þessum stað, og er þetta 50 þús. kr. framlag aðeins til bráðabirgðaaðgerða.

Ef við færum að ræða um síldarbræðslustöð í Norðurlandi, þá gæti ég bent á margar hafnir á Skagafirði, — ég man eftir þremur í svipinn, sem ágætlega væru til þess fallnar, en ég vil ekki blanda því stórmáli inn í þetta mál.