17.11.1933
Neðri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (1245)

30. mál, hafnargerði á Skagaströnd

Flm. (Jón Pálmason):

Hæstv. dómsmrh. tók að mestu af mér ómakið að svara hv. þm. V.-Húnv. En ég vildi taka það fram, að það er misskilningur hjá hv. þm., ef hann heldur, að þetta mál hafi fyrst undir umr. um síldarbræðslustöð vakizt upp fyrir mér. Á fjölmennum fundi, sem haldinn var heima í héraðinu áður en ég fór, var samþ. að gera allt, sem hægt væri, til þess að hrinda þessu verki í fraankvæmd. Auk þess hefi ég skrifað um málið áður en þessar umr. um síldarbræðslustöð fóru fram.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. Str. sagði, að sér þætti undarlegt að nefna síldarbræðslustöð í sambandi við hafnargerð, og nefndi í því samhandi hafnir á Ströndum, vil ég taka það fram, að þó á Ströndum séu goðar hafnir, þá eru þetta hálfgerð öræfi, sem að þeim liggja, þar sem menn verða að lifa við skrínukost. Allt öðru máli er að gegna um Skagaströnd. har upp af eru blómleg héruð og horfur á, að þar gæti blómgazt fjölbreyttur atvinnurekstur. Þaðan er líka nú orðið bílfært til Reykjavíkur og leikur að fara héðan á dag. En eins og hæstv. dómsmrh. tók fram, þarf að gera höfn á Skagaströnd an tillits til þess, hvar síldarbræðslustöð verður reist. Hinsvegar er það augljóst mál, að ef síldarbræðslustöð yrði reist þarna, þá væru meiri líkur til þess, að ekki þyrfti að ganga eins og hingað til, að fólksfjölgunin flytjist í burtu, og vænti ég þess, að hv. hm. Str. vilji ekki stuðla til þess, að fólkið flytjist úr blómlegustu héuðum yfir í kaupstaðina.