17.11.1933
Neðri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í D-deild Alþingistíðinda. (1246)

30. mál, hafnargerði á Skagaströnd

Tryggvi Þórhallsson:

Ég skil nú, að hv. þm. hafi skrítnar hugmyndir um lifið á Ströndum, ef hann heldur, að þar séu tóm öræfi og að menn verði þar að lifa við skrínukost. Ég get frætt hann um það, að það eru ábyggilega flutt meiri matföng út af Ströndum heldur en úr þessum blómlegu héruðum, sem hann talar um.

Eitt með öðru færir hann til, að síldarbræðslustöð sé bezt fyrir komið á Skagaströnd, að þaðan sé bílfært til höfuðstaðarins, rétt eins og síldartunnurnar séu fluttar með bílum ! ég get þá líka frætt hv. þm. um, að hingað til hafa þær verið sendar með skipum, en ekki bílum, og þá er undir því komið, að hafnir séu góðar.