05.12.1933
Efri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í D-deild Alþingistíðinda. (1258)

30. mál, hafnargerði á Skagaströnd

Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég mun ekki deila um það við hv. þm., hver sé hættulegasta siglingaleiðin meðfram ströndum Íslands. Ég skýrði aðeins frá ummælum eins þaulreynds skipstjóra í þessu efni. Hann taldi þessa leið, austan til á Húnaflóa, þá hættulegustu, en ég er ekki fær um að dæma, hvort annarsstaðar er jafnhættulegt skipum eða enn hættulegra.

Hinsvegar skal ég játa, að það er alveg rétt hjá hv. þm., að það er hættulegt að hrúga inn á þingið fjárveitingatill., en mér fannst hann gefa andmælum sínum dálítið óviðkunnanlegan blæ, þegar hann vildi setja þetta í samband við till. um kaup á hræðslustöðinni á Raufarhöfn. Mér virtist koma fram í því hálfgerður hefndarhugur, eða a. m. k. gat manni dottið í hug, að hann væri gramur fyrir hönd síns kjördæmis og léti þessa gremju bitna á þessari till. Ég vil nú benda hv. þm. á það, að það já ekkert fyrir, sem benti til þess, að verksmiðjan á Raufarhöfn yrði ekki starfrækt, þó að ríkið tæki hana ekki í sínar hendur. Þvert á móti, það bendir allt til þess, að verksmiðjan verði starfrækt eins og að undanförnu, og það er aðalatriðið í því máli. — Annars andmælti hv. þm. því ekki, að hér bæri nauðsyn til að hefjast handa, og þarf ég því ekki að svara honum frekar.