02.12.1933
Efri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í D-deild Alþingistíðinda. (1291)

63. mál, áveitur

Páll Hermannsson:

Það er rétt, sem hv. flm. hefir sagt, að landbn. hefir athugað ofurlítið þessa till. Ég er að vísu ekki kjörinn frsm. fyrir n. um þessa till., en tel mig þó geta að nokkru lýst áliti n. á henni. Ég skal geta þess, að n. hefir átt tal við annan búnaðarmálastjórann, Sigurð Sigurðsson, og þykist ég mega lýsa því yfir, að hann er till. fylgjandi. Ég þykist og mega segja það, að n. lítur vingjarnlega á till. í heild, og býst ég við, að hún greiði henni atkv. Ég skal jafnframt geta þess, að n. athugaði sérstaklega síðara atriði fyrri málsgr. till., um samræmingu á greiðslu á stofnkostnaði áveitnanna. og taldi n. sanngjarnt, án þess þó að vera beinlínis viðbúin að lýsa yfir því, að greiðslu stofnkostnaðarins væri létt af öðrum áveitum á sama hátt og létt var af Flóaáveitunni á síðasta þingi, þar sem lög voru um það sett, að áveitufélagið greiddi aðeins í 30 ár eina krónu af hverjum ha. áveitulands, en kostnaðurinn allur mun hafa verið um 120 kr. á ha. En held ég þurfi svo ekki fleira um till. að segja fyrir n. hönd, álit að till. þurfi ekki að vísa til nefndar.