06.12.1933
Efri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í D-deild Alþingistíðinda. (1319)

91. mál, fóðurskortur í illu árferði

Magnús Jónsson:

Ég efast ekki um goðan tilgang þessarar till., og getur það vel verið, að hún sé réttmæt. Ég hefi því miður ekki þá þekkingu á málinu, að ég geti tekið ákveðna afstöðu til þess að svo stöddu.

Í till. er gert ráð fyrir, að þegar tíðarfar veldur því, að fyrirsjáanlegt er, að heyafli muni verða of lítill, þá geri stj. ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að of mikið verði flutt út af síldarmjöli, svo að ekki verði skortur á því í landinu. Ég veit nú ekki, hvort rétta er hægt án þess að gera meiri eða minni usla í síldarbræðslunni. Ég heyrði, að flm. talaði um pantanir í þessu sambandi. En í till. er ekki gert ráð fyrir neinum slíkum pöntunum. Hv. flm. gerir ráð fyrir, að Búnaðarfél. safni skýrslum um það, hversu mikils fóðurbætis sé þörf, en að pantanirnar komi svo á eftir. Ég veit ekki nema hægt sé að gera síldarbræðslunum svo mikinn skaða með þessu, að varhugavert sé. Það má vera, að hægt sé að framkvæma þetta an þess að gera fyrirtækjunum skaða, en ég þori þó ekki að fela stj. málið athugunarlaust. Hefði legið nær að vísa þessu máli til sjútvn. eða landbn., en til þess mun þó tæplega vera tími, svo nálægt sem komið er þingslitum.