20.11.1933
Efri deild: 14. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í C-deild Alþingistíðinda. (1365)

38. mál, undanþága frá áfengislöggjöfinni

Jón Jónsson:

Hv. 1. flm. þessa mals helt fram í ræðu sinni aðan, að mín rök fyrir því, að atkvæðagreiðslan sýndi ekki öruggt um vilja þjóðarinnar, væru mjög veik. Það er vitanlega ekki hægt að sanna neitt til fullnustu í þessu efni, en mér skilst þó, að allmikil rök liggi fyrir því, að atkvgr. sýni ekki alveg öruggt, hvar meiri hl. þjóðarinnar sé í þessu máli, af því að ekki kusu nema tæp 50% af þeim, sem atkvæðisrétt höfðu. Svo finnst mér benda margt í þá átt, að þeir hafi meira kapp lagt á að sækja kjörfund, sem vildu koma á þessari breytingu, heldur en hinir. Og í annan stað, eins og hv. 2. þm. S.M. tók fram, var þetta á mjög óheppilegum tíma einmitt fyrir þann hluta þjóðarinnar, sem búast mátti við, að fremur yrði banninu fylgjandi. En þrátt fyrir það, þó ég telji, að atkvgr. skeri ekki glöggt úr um þetta, þá sker hún úr um það, að svo mikill hluti þjóðarinnar er á móti banninu, að það verður vitanlega erfitt að halda því uppi til langframa gegn svo miklum hluta þjóðarinnar, og geri ég því ráð fyrir, að ekki verði hjá því komizt á einhvern hátt að afnema það. Ég hefi heldur ekkert sagt um það fyrir mitt leyti, hvort ég mundi alveg skilyrðislaust neita að beygja mig fyrir þeim vilja, en hitt hefi ég sagt, að nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að ég geti gert það, er, að um leið og bannið er afnumið væru gerðar þær ráðstafanir, sem frekast er unnt til þess að tryggja, að afnam bannlaganna yrði að sem minnstu tjóni.

Hv. flm. vék að því, að það sé að sönnu í þessu frv. gefin heimild dómsmrh. til þess að setja frekari skorður við misnotkun víns, ef þurfa þykir. En það er engin trygging sett með þessu. Það er allt lagt í vald dómsmrh., og ég tel það ekki forsvaranlegt að sleppa málinu á þann hatt, því að auk þessa er dómsmrh. engin bending gefin í þá átt, að hann eigi að nota þessa heimild.

Þá tel ég sjálfsagt, að um leið og bannið er afnumið sé synd einhver frekari trygging fyrir aukinni starfsemi til þess af efla bindindið í landinu. En geri maður ráð fyrir, að þessir hv. flm. hefjist nú handa til næsta þings og syni, að þeim sé alvara með því að efla bindindisáhuga í landinu, og ef þá er komið í ljós, að miklu meiri áhugi sé fyrir hendi og löggjafarvaldið um leið tryggi betur en nú að því verði framfylgt, sem ákveðið er, horfir málið öðruvísi við. Þess vegna finnst mér nauðsyn bera til, að málinu verði frestað þangað til sá undirbúningur er fyrir hendi. Ég geri ráð fyrir, að það verði mjög fljótt, ef nokkuð má marka allt þetta tal þeirra manna, sem vilja afnema aðflutningsbannið, að þeir eftir sem áður eða kannske frekar hafi áhuga fyrir að stuðla að bindindi í landinu.

Hv. 1. landsk. talaði hér áðan og minntist á, að það væri mikill galli á áfengislögunum, að refsingar fyrir ýms smærri afbrot væru of strangar. Ég get að sumu leyti tekið undir það, að þær séu í ýmsum tilfellum of strangar, en á því er engin bót ráðin, þó að þetta frv. verði samþ.

Og hv. 1. landsk. var að tala um, að það mætti ekki láta þá hættu vofa yfir heimilum þessa lands, að þau væru kannske alveg lögð í rústir með of ströngum dómi á heimilisföðurinn fyrir smávægilegt afbrot. Það má vel vera, en heimilin eru ekkert betur komin fyrir því, þó að í viðbót við þá hættu bætist svo, að hætta sé á, að mörg heimili eyðileggist fyrir ofdrykkju heimilisföðurins, sem stuðlað er þó að með þessu lagafrv., sem hér er til meðferðar.

Ég hygg því, að hið eina rétta, sem hæstv. þd. getur gert í þessu máli, sé að fella þetta frv., en hitt gæti komið til mála, að samþ. einhverja þáltill., sem fæli stj. að undirbúa endurskoðun áfengislöggjafarinnar og afnám bannsins. Ég býst við, að ég gæti verið með þáltill., sem færi í þá átt.