28.11.1933
Neðri deild: 21. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í D-deild Alþingistíðinda. (1368)

78. mál, launauppbót talsímakvenna

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Þátill. á þskj. 164, sem ég flyt ásamt nokkrum öðrum þm., er fram komin til þess að bætt verði úr því misrétti, sem nú viðgengst um launakjör starfsmanna símans, og til þess að að nokkru verði réttur hlutur þeirra, sem nú verða harðast úti. Það liggur fyrir erindi frá þeim starfsmönnum, sem hér um ræðir, og er þar sýnt fram á, að hámarkslaun þeirra eru aðeins 1800 kr. Umsókninni fylgja meðmæli landssímastjóra og ritsímastjórans í Rvík. hér er vitanlega aðeins um bráðabirgðaraðstofun að ræða, en slíkar ráðstafanir hafa þó áður verið gerðar fyrir aðra starfsmenn símans, nefnilega símritara og varðstjóra, og höfðu þeir þó betri laun en það starfsfólk, sem hér um ræðir. þessi launauppbót kæmi til með að ná til 50 manna á öllu landinu, og eru það aðallega starfsmenn Við svo kallaða langlínuafgreiðslu. Þar af eru 29, sem hafa nú yfir 6 ára þjónustualdur, og 21, sem hafa yfir 8 ára þjónustualdur. Til þess er ætlazt, að uppbótin sé veitt eftir þjónustualdri, ég mundi hún nema um 8000 kr. fyrir allt þetta fólk. Ég þykist þess vís, að hv. dm. líti vinsamlega á þetta mál, og óska þess, að því verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umr.