07.12.1933
Efri deild: 28. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í D-deild Alþingistíðinda. (1457)

79. mál, síldarbræðslustöð Útvegsbanka Íslands hf á Öndundarfirði

Jón Baldvinsson:

Það hefir farið svo undangengin ar, að nokkrar síldarstöðvar hafa komizt í hendur ríkisins, og fer þetta vaxandi, eftir því sem virðist af frv. því, sem nú er búið að samþ. í Nd. Er það líka eðlilegt, að ríkið taki sem flestar innlendar verksmiðjur í sínar hendur, og fengist með því meira og betra yfirlit um reksturinn. Um Siglufjörð er það svo, að þangað komast ekki öll okkar stórgufuskip til að afhenda síld, a. m. k. ekki úr Reykjavík og jafnvel ekki af Vestfjörðum heldur. Er því eðlilegra, að ríkið ræki líka þessa verksmiðju, sem er í rauninni ríkiseign, þó að hún teljist eign Útvegsbankans, því að ríkið á Útvegsbankann með húð og hári. Slíkur rekstur er ekki hlutverk bankans, enda hefir hann ekki getað rekið verksmiðjuna hin síðari ár. Það er rétt, að starfræksla hefir aldrei fallið niður á síðari árum, þó að við það lægi tvisvar sinnum. Frá skipum, sem heima eiga á Patreksfirði, Arnarfirði, Þingeyri og Ísafirði, hafa komið margar óskir um, að þessi verksmiðja yrði rekin og að þau gætu átt aðgang að henni, en um það hefir ekkert loforð verið hægt að gefa, þar sem svo er ástatt, að fyrirtæki það, sem á verksmiðjuna, vill ekki reka hana og þingið hefir hinsvegar viðurkennt, að einstakir menn geti nú ekki ráðizt í að koma upp eða reka slíkar verksmiðjur. Finnst mér því eðlilegt, eins og nú horfir við, að stj. fengi þá heimild, sem till. fer fram á að veita henni, og notfærði sér hana.

Sjómannafélagið hér í Reykjavík, sem er mjög fjölmennt, hefir mikinn áhuga á því, að stöðin gangi. Má búast við, að margt fólk missi atvinnu sína, ef stöðin á Önundarfirði, sem getur tekið (60–70 þús. mál til bræðslu, verður ekki rekin, og yrði þá af því mikið tjón, ef þessi stöð yrði óstarfrækt. Hinsvegar gæti ekki orðið mjög aukinn kostnaður vegna stjórnar eiga sölu, þótt ríkið ræki verksmiðjuna. Má gera ráð fyrir, að ríkið eða stj. verksmiðjunnar gæti selt afurðir þessarar verksmiðju jafnframt og afurðir verksmiðjunnar á Siglufirði. Renna því flestar stoðir undir það, að eðlilegt sé, að till. þessi verði samþ., enda hafa síðustu þing lagt grundvöll að því, að koma síldarbræðslustöðvum hér undir eina stjórn.