08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í D-deild Alþingistíðinda. (1517)

84. mál, áfengismálið

Jakob Möller:

Það hefir verið vakin athygli mín á því, að hæstv. forseti hafi ekki slitið umr., og því er nægur tími til að 1ýsa brtt., og þar sem tillögumaður sjálfur flytur breytinguna, þá er augljóst, að hún er jafngild öðrum hlutum dagskrártill.

Hv. þm. N.-Ísf. mótmælir, að það sé þingvenja, sem ég sagði að væri. Ég er eldri maður á þingi en hann og þekki betur inn í þingmál. En ekki þarf það þó að koma sérstaklega til greina í þessu, og er ég satt að segja alveg undrandi, að hv. þm., þó að hann sé þetta ungur í starfinu, skuli ekki vera búinn að læra þær venjur, sem koma fyrir svo að segja daglega.