08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í D-deild Alþingistíðinda. (1518)

84. mál, áfengismálið

Forseti (JBald):

Því hefir ekki ennþá verið lýst yfir, að umr. sé slitið, þó að till. um það hafi verið samþ. Þykir mér þá rétt að lesa till. upp. Hún er frá hv. 1. þm. Reykv. og hefir ekki verið stíluð sem brtt., heldur þannig, að dagskrártill. skuli orðast svo:

„Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að það lítur svo á, að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fór fram fyrsta vetrardag síðastliðinn, skeri úr um það, að áfengislöggjöf landsins beri að breyta samkv. þeim þjóðarvilja, sem þá kom fram, og í trausti þess, að ríkisstjórnin undirbúi slíka lagasetningu fyrir næsta reglulegt þing, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá“.

Á milli orðanna „kom fram“ og „og í trausti þess“ hefir hv. flm. bætt inn í till. frá því sem hinsvegar telur þingið ekki fært að breyta gildandi löggjöf með bráðabirgðalögum“.

Það liggur ekki fyrir að úrskurða fyrr en til atkvgr. kemur, hvernig till. koma að. Segi ég þá umr. slitið um málið, en atkvgr. verður frestað.