06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í D-deild Alþingistíðinda. (1558)

35. mál, sundhöll í Reykjavík

Jón Sigurðsson [óyfirl.]:

Ég var ekki á fundi, þegar fjvn. tók ákvörðun um þetta mál, og vil þess vegna gera grein fyrir mínu atkv. Ég lít svo á, að þetta sundhallarmál, í þeim búningi, sem það nú er i, sé í raun og veru komið inn á dálítið hættulega braut. Það er kunnugt, að í lögunum frá 1928 var svo ákveðið, að ríkissjóður skyldi leggja fram 100 þús. kr. til sundhallarbyggingar í Rvík. gegn því ákveðna skilyrði, að hún væri fullgerð á arinu 1930. Það varð ekki, en eigi að síður mun ríkissjóður hafa verið krafinn fjárins, en það pa ekki verið til. Það má því líta svo á, að sanngjarnt sé að veita þessar 100 þús. kr. frá ríkinu, þar sem því hefir verið lofað með þessum lögum, sem þó að vísu voru bundin ákveðnu tímatakmarki. Ég get á hinn bóginn ekki fallizt á, að rétt sé að taka nú á þessu þingi ákvörðun. um að bæta við sennilega öðru eins. Þar sem hér er um að ræða þáltill., en ekki lög, og slík ákvörðun sem þessi verður að sjálfsögðu að færast inn á næsta árs fjárlög, því að eftir till. er svo ákveðið, að þetta verði greitt ekki síðar en tveimur árum eftir að verkinu er lokið.

Ég verð því að líta svo á, að í þessu tilfelli sem öðrum sé í fyllsta máta ógætilegt að ákveða slíkar háar fjárveitingar án þess að sjá um, að tekjur komi í staðinn. Ég tek algerlega undir það, sem hæstv. fjmrh. segir um þessi efni, að þetta eigi ekki að eiga sér stað, og þegar þar að auki er um að ræða þáltill., sem mér skilst, að tæplega muni vera bindandi fyrir næsta þing, því að nú er það ekki vitað, hvernig næsta þing verður skipað. Ég álít þess vegna, að óhætt sé að sleppa síðari hluta till. Þar sem mér skilst, að þingheimur muni vera fylgjandi þessari till., þá hefi ég ekki talið ástæðu til að koma með brtt., en mun sitja hjá við atkvgr.