05.12.1933
Neðri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í D-deild Alþingistíðinda. (1594)

58. mál, launakjör

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. þm. A.-Húnv. sýndi nú fram á, að það var rétt, sem ég sagði, að varla mætti telja hálaunaða nema 8–12 af sjálfstæðum starfsmönnum ríkisins. Hitt veit ég líka, að hversu langa þingsetu sem þessi hv. þm. kann að eiga fyrir höndum, þá fær hann því aldrei framgengt á þingi, að lækkuð verði laun dómsforseta hæstaréttar frá því segja, að till. þessi sé af óeinlægni flutt. En a. m. k. er hún þá flutt af vanþekkingu þessara hv. þm. Dómararnir mega ekki hafa aukastörf til að lifa af, en verða hinsvegar og þurfa að vera sjálfstæðir efnalega.

Hv. þm. sagðist hafa talið upp 30 af starfsmönnum ríkisins, sem væru hálaunamenn og kæmi til greina að lækka við kaup. Hann taldi upp, auk hæstaréttardómaranna, skipstjóra strandferðaskipanna, vegamálastjóra, landssímastjóra, skrifstofustjóra í stjórnarráðinu o. fl. Hv. þm. kvartar um, að einn skrifstofustjórinn í stjórnarráðinu hafi þúsund kr. hærri laun en lög heimila. Þessi maður er Páll Eggert Ólason, sem var ráðinn þangað upp á hámarkslaun skrifstofustjóra. Þau munu samt ekki vera nema lítill hluti af launum heim, sem hann hafði fyrir það starf, sem hann fór úr, og ekki nema aðeins þurftarlaun fyrir slíkan mann hér í Reykjavík, sem þarf að vera sæmilega stæður. Þessi maður var búinn að gegna um langt skeið opinberum störfum. Mælti því öll sanngirni með því, að þessi maður fengi að njóta starfsára sinna hjá hinu opinbera. Svona hefir yfirleitt verið um þá menn, sem upp hafa verið taldir. Forstjóri tóbakseinkasölunnar fær 2000 kr. launauppbót, þegar vel gengur. Hann er ráðinn upp á það. Þessi maður átti kost á öðrum störfum, þegar hann var ráðinn hjá ríkinu. Þau störf hefðu gefið honum þriðjungi meiri fastar tekjur en hann hefir við þetta starf, fyrir utan sérstakar aukatekjur. Þjóðhagslega skoðað er ekki tap að þessari aukagreiðslu, sem hann nú fær. Ég hygg, að fáir eða engir vel hæfir menn hefðu fengizt til þessa starfa fyrir minna en 10 þús. kr. föst laun. Ég hafði augastað á tveimur mönnum til þessa starfa, en hvorugur þeirra vildi taka það að sér fyrir minna en 10 þús. kr. föst laun. Þessar ísl. krónan er komin niður í hálfvirði, miðað við það, sem áður var, þá verða laun einnig að vera nokkru hærri en áður, þar sem kostnaður allur við að lifa er nú orðinn miklu meiri eftir krónutölu heldur en áður.

Hv. þm. A.-Húnv. nefndi ekki aðra launamenn, sem kæmi til greina að lækka við kaup, heldur en einn skrifstofustjóra í stjórnarráðinu og bankastjórana. Ég hafði einmitt haldið svipuðu fram. Hv. þm. er því heldur nær mínu lægra marki, tölunni 8, heldur en hinu hærra marki, tölunni 12.

Hvernig var það nú um þessa bankastjóra, sem hæst laun hafa? Hv. þm. hafði nú fyrir nokkrum mínútum tækifæri til að greiða atkv. um till., sem fer fram á, að skipuð sé mþn. m. a. til að rannsaka og gera till. um, „hvernig fyrir skuli koma löggjöf um launagreiðslur banka og þeirra stofnana, sem ríkið styrkir með fjárframlögum“. Hv. þm. greiddi atkv. á móti þessari till. um að rannsaka, hvort ekki mætti lækka laun hinna hæst launuðu starfsmanna, sem ég hefi játað um, að komið geti til greina að lækka kaup við.

Um það, hvort bankastjórar hafa aukatekjur fyrir störf við Fisksölusamlagið, get ég ekki sagt, enda heyrir það ekki undir stj. Þær aukatekjur, sem þeir kynnu að hafa af slíkum störfum, eru algerlega óviðkomandi ríkinu.

Skal ég svo ekki fara lengra út í þessa sálma. Mér þykir ræða hv. þm. bera vott um, að ég hafi haft á réttu að standa í því, sem ég sagði áður um þetta mál. Hitt játa ég einnig, að hv. þm. hefir ekki skýra hugmynd um, hvaða laun menn í ábyrgðarmestu stöðum þurfa að hafa og hve mikill kostnaður er því samfara að búa hér í Rvík yfirleitt.