06.12.1933
Efri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 609 í D-deild Alþingistíðinda. (1625)

55. mál, meðgjöf með fávitum

1625Frsm. (Bjarni Snæbjörnsson):

Út af því, sem hv. flm. sagði um seina afgreiðslu þessa máls, þá vil ég geta þess, að málið kom ekki til okkar í n. fyrr en seinast í nóvember, þann 26., ef ég man rétt. Og það var skoðun n., að leita bæri álits landlæknis um það, en það kom að vísu frá honum eftir 2 eða 3 daga. En tími til fundarstarfa í n. hefir ekki verið mikill upp á síðkastið, því að það hafa alltaf verið kvöldfundir og þar að auki dagfundir í báðum deildum, eins og hv. þdm. er kunnugt, og ennfremur hafa á þessum tíma verið frídagar, eins og t. d. 1. desember. Svo ég get ekki álitið, að hægt sé að gera ráð fyrir, að það hafi verið ætlun n. að hefta framgang málsins, þar sem það þar að auki var afgr. á sunnudegi.