30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í D-deild Alþingistíðinda. (1633)

48. mál, samvinnufélagið

Ólafur Thors:

Ég er einn þeirra, sem hafa skrifað undir nál. frá sjútvn. um meðmæli með þessu frv. — Hv. 1. þm. Reykv. hefir nú gert harðvítuga áras á þessa aðstöðu n., með rökum, sem eru bæði sterk og að sumu leyti rétt, og ég finn þess vegna meiri þörf til þess að láta í ljós, hvað það er, sem hefir valdið því, að ég hefi léð fylgi mitt með þessu frv.

Ég vil fyrst byrja með að viðurkenna, að ég játa fyllilega, að það er ákaflega varhugaverð braut, sem hæstv. Alþ. hefir lagt út á með því að taka hvað eftir annað ábyrgð á skuldbindingum samvinnufélaga, sem eru stofnuð á jafnveikum fjárhagslegum grundvelli eins og bæði þetta samvinnufélag og þau önnur samvinnufélög, sem ríkið er í ábyrgð fyrir. Það er rétt hjá hv. 1. þm. Reykv., að reynslan hefir kveðið upp þann dóm, að slíkum ábyrgðum ríkissjóðs fylgir alvarleg fjárhagsleg áhætta. Þetta hefir sýnt sig um ýms félög, sem hann nefndi, og raunar fleiri, og það hefir ekki komið fram við þessar umr. nein skýring á því, að þessi áhætta stafi af orsökum, sem ekki er full ástæða til að halda, að komið geti fyrir hvenær sem er.

Hv. þm. Ísaf. vildi reyna að bera í bætifláka fyrir vondri fjárhagslegri afkomu þess félags, sem hann stjórnar, með þeirri staðreynd, að eitt þeirra ára, sem félagið var starfrækt, var lélegt útgerðarár. Það er rétt, að arið 1931 var óhagstætt fyrir útgerðina, en hann veit sjálfsagt, að það er full vissa fyrir því, að slíkt árferði skellur yfir alltaf öðruhverju. Þessi hv. þm. kom inn á kjarna þessa máls. Hann sagði, og beindi því til hv. l. þm. Reykv.: „Hvers vegna er verið að beina sífelldum óskum til Alþingis um ríkisábyrgð fyrir útgerðarfélög?“ „Það er,“ segir hann og svarar sér sjálfur, „vegna þess, að útgerð landsmanna er á heljarþröminni.“ — Það er ákaflega vel til fallið, að þessi aðvörun til Alþingis skuli einmitt koma fram frá manni úr Alþfl. Þeir, sem kunnugir eru útgerðarmálum hér á landi, vita, að útgerðin er búin að gera margþættar og margvíslegar ráðstafanir til þess að draga úr framleiðslukostnaðinum. Útgerðin er búin að stofna til víðtækara skipulags um sölu á sínum afurðum, til þess að verðlyfta framleiðsluvörunni, heldur en þekkist á sama sviði með nokkurri annari þjóð. Útgerðin hefir einnig á öðrum sviðum gert þýðingarmiklar ráðstafanir til þess að draga úr framleiðslukostnaðinum, en samt sem áður er það rétt, sem hv. þm. Ísaf. sagði, að útgerðin er á heljarþröminni.

En eitt af því, sem veldur miklu um, að sú staðreynd er fyrir hendi, er, að útgerðin hefir aldrei fengið þá menn, sem standa fyrir málefnum verkalýðsins, til þess að hlusta á sanngjarnar kröfur útgerðinni til framdráttar, um niðurfærslu verkakaups. Það er þess vegna aðstaða þessara manna að sverfa svo að útgerð einstaklinganna, að hún leggist í rústir, og þegar búið er að gera það, þá á að koma til þingsins og krefjast þess, að ríkissjóður taki ábyrgð á samvinnuútgerð, sem sögð er vera nauðsynleg af því að útgerð einstaklinganna er komin í rústir. Þetta er hættuleg svikamylla, sem Alþingi er leitt inn á með þessu, og Alþingi verður að gera sér það ljóst, að þó það geti verið, að svo hagi til, að réttmætt sé að ganga í einhverja ábyrgð fyrir samvinnufélag, sem starfrækir framleiðslu til lands eða sjávar, þá verður undir þeim kringumstæðum, sem nú eru fyrir hendi um fjárhagslega afkomu atvinnurekstrar landsmanna yfirleitt, að gera sér ljóst, af hvaða orsökum fjárhagsafkoman er svo slæm sem raun ber vitni um, og í öðru lagi, hvort eðlilegt sé, að Alþingi leggist á sveif með þeim mönnum, sem mestu valda um, að ekki fæst eðlileg leiðrétting þessara mála, með því að taka á sig áhættuna af atvinnurekstri, sem nú er talinn nauðsynlegur, af því að búið er að leggja atvinnurekstur einstaklinganna í rústir. Ég verð þess vegna að játa það, að sú stefna, sem hefir verið ofarlega á bauð með löggjafanum á undanförnum árum, er varhugaverð, og það er full ástæða til þess, að hæstv. Alþingi athugi vel hvert spor, sem stigið er í þessu efni.

Af þessum ástæðum er ég að sjálfsögðu hikandi í þessu máli. Að ég þó hefi léð því fylgi, er af því, að ég er ekki sammála hv. 1. þm. Reykv. um, að þessi útgerð frá Borgarnesi þurfi að vera dauðadæmd, ef útgerð yfirleitt getur borið sig. Ég verð að vísu að játa hað, að það er rétt, að það má henda á marga útgerðarstaði hér á landi, sem eru betur fallnir til útgerðar en Borgarnes. En hinsvegar hefir það verið upplýst við umr., að margvísleg þörf kallar á þennan atvinnurekstur frá Borgnesingum.

Höfuðannmarkinn á útgerð frá þessum stað er sá, að skipin geta ekki tekið þar land nema eftir sjávarföllum, og leiðin frá djúpmiðum til lendingarstaðar er skerjótt, og það svo hættulega, að í dimmviðri er talið, að kunnugir menn megi tæplega óhultir stýra skipi til hafnar. En ég er ekki frá því, að raða megi bót á þessum annmarka með því að þetta útgerðarfélag kæmi sínum málum þannig fyrir, að það leti þetta skip sitt sigla til Reykjavíkur eða annarar hafnar til þess að losa sig þar og taka sínar nauðsynjar í nýja veiðiferð, þegar ekki þykir fært að taka land í Borgarnesi.

Það hefir upplýstst hér við umr., að eitt útgerðarfélag hér í Rvík hefir talið sér hag að því að senda fisk, sem veiðiskip þess hafa flutt frá djúpmiðum og sett upp í Reykjavík, til Borgarness, til þess að láta verka hann þar. þetta kemur til af því, að Borgnesingar telja sér hag í því að verka fiskinn, þó að þeir taki minna fyrir það en tíðkast hér í Rvík. En úr því að einstakt útgerðarfélag hér í Rvík telur sér hag að þessu, þá er það ekki dauðadómur fyrir félag í Borgarnesi að gera það sama. En væntanlega verður maður að gera ráð fyrir því, að allajafna megi taka land í Borgarnesi.

Ég hygg, að áhætta ríkissjóðs af þessari ábyrgð sé minni heldur en af ýmsum ábyrgðum, sem ríkissjóður hefir tekið undanfarið fyrir slík útgerðarsamvinnufélög. Það er af því, eins og hv. þdm. hafa tekið eftir, að í brtt., sem sjútvn. flytur, er tilskilið, að auk sjálfskuldarábyrgðar félagsmanna, sem sennilega er ekki rétt að leggja mikið upp úr, á lánið að vera tryggt með ábyrgð Borgarneshrepps og fyrsta veðrétti í skipinu, en lánið, sem ríkissjóður ábyrgist, er 4/5 hlutar af kaupverði skipsins eins og ráð er fullbúið til fiskiveiða. Mér er sagt, að Borgarneshreppur sé vel stæður fjárhagslega og að þeir menn, sem um þetta mál eiga að sjá, séu duglegir og ráðdeildarsamir, en þetta hvorttveggja dregur auðvitað mikið úr áhættu ríkissjóðs af ábyrgðinni. En hitt er svo staðreynd, sem vert er að taka til athugunar í því sambandi, enda þótt ég treysti mér ekki til að taka eins djúpt í árinni eins og þeir hafa gert, sem eru mér sammála í þessu efni og styðja vilja félagið, um ágæti þess skips, sem til stendur að kaupa, að eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, megi fullyrða, að hér sé um gott skip að ræða. Ég verð að játa, að þær upplýsingar, sem sjútvn. hefir fengið um skipið, eru ekki alveg óyggjandi, og ég hygg, að menn hafi dæmt nokkuð fljótfærnislega um þær. En samt sem áður segi ég, að sterkar líkur bendi til þess, að skipið sé gott.

Það má ekki bera skipið saman við ýms önnur línuveiðaskip, sem gerð eru út héðan, af því að það er bæði stærra, nýrra og betra heldur en þau. Og það hefir verið upplýst, að þetta skip kostaði meira en tvöfalt á við það, sem nú á að selja það fyrir, og að það sé til sölu af því, að það útgerðarfyrirtæki, sem réðist í að byggja það, hafði orðið gjaldþrota meðan á byggingunni stoð og bankinn, sem hafði fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá því útgerðarfyrirtæki, hafði neyzt til þess að yfirtaka skipið. En það vita menn, að þegar svo stendur á, þá eru bankarnir oft tilleiðanlegir til þess að selja slík skip eingöngu við því verði, að þeir geti bjargað þeim peningum, sem þeir sjálfir hafa lánað útgerðarfyrirtækinu. Það eru líkur til, að hér sé um verðmætt skip að meða. Í fyrsta lagi af því, að það er byggt í Noregi, á þeim stað, sem ekki er ástæða til að halda, að sé mjög dýr, en samt hefir það kostað tvöfalt við það, sem nú á að selja það fyrir. Og í öðru lagi henda lýsingar þær, sem skipinu fylgja, til þess, eins og ég sagði áðan, að hér sé um bæði sterkt og gott skip að ræða.

Ég hygg, að þeir línuveiðarar, sem gerðir eru út frá íslenzkum höfnum, séu flestir um það bil 95 til 100 12 fet á dýpt. Það er með öðrum orðum næstum því eins stórt og þeir togarar, sem gerðir voru út frá Rvík fyrir og um byrjun ófriðarins mikla. Þá voru íslenzku togararnir frá 122 fetum og upp í 130 fet á lengd, og þeir voru ekki eins breiðir og þetta skip, eða um 22 til 23 fet á breidd, en lítið eitt dýpri. Þetta skip er því töluvert stærra heldur en aðrir íslenzkir línuveiðarar, og þau hefir þá miklu þýðingu, að líkur eru til þess, að það sé hægt að reka það lengri tíma á ári heldur en aðra línuveiðara, sem gerðir eru út hér á landi, og það eru líkur til þess, að skipið verði hentugt til þess að sigla með ísfisk frá Íslandi á erlendan markað, og fær það með heim hætti allt aðra aðstöðu til þess að gefa sæmilega fjárhagslega afkomu eigendum sínum. Auk þess verður rekstrarkostnaður við skipið tiltölulega lítill. Það hefir, að mig minnir, Bolindermotor, sem talinn er mjög spar á olíu. Mér er sagt, að skipið eyði um 47 krónum um sólarhringinn á línuveiðum hér við land. Þetta skiptir líka miklu máli; og áhættan, sem ríkissjóður tekur á sig við þessa lánsábyrgð, er minni heldur en við þær ábyrgðir, sem áður hafa verið veittar samskonar félögum. Ég vil benda hv. 1. þm. Reykv. á þessa hlið til jafnvægis við það, sem hann bar fram, að útgerð í Borgarnesi myndi reynast mjög óhentug.

Hinsvegar er ég ekki sammála hv. flm. þessa máls um samanburð á Akranesi og Borgarnesi, því að þar er ólíku saman að jafna. En ég held, ef Borgnesingar tryggja sig á þann hátt, sem vitrustu menn í þeirra hópi telja heppilegastan, þá sé ríkissjóði ekki stefnt í neinn voða með þessari ábyrgð. Ég tel, að miklu varði, ef þeir fengju í félagsskap sinn duglegan skipstjóra, vel kunnan aflamann, því að reynslan sýnir, að á því veltur hvað mest öll útkoma vertíðarinnar.

Mér þótt nauðsynlegt að gera þessa grein fyrir skoðun minni á þessu máli, eftir þau andmæli, sem komu fram í ræðu hv. 1. þm. Reykv. Ég tel þessa braut í raun og veru hættulega, og það er skylda löggjafarvaldsins að gera sér kunnugt, hvers vegna kröfurnar um stofnun slíkra félaga verða æ háværari, en það er vegna þess, að útgerðin hér sig ekki. Hún er rekin þessi ár með halla, og allir vita, hvert stefnir fyrir landið, ef hún verður að hætta. (TrÞ: Þá er að lækka krónuna). „Lækka krónuna,“ segir hv. þm. Str. Við höfum staðið saman um þetta fyrr (TrÞ: Og gerum enn.), og ef ekki er hægt að bjarga framleiðslunni á annan hátt, þá verður að grípa til þess ráðs aður en hún sekkur í enn dýpra fen en orðið er, svo að möguleikar séu fyrir hendi til þess að draga hana upp úr því.

Hv. þm. Ísaf. gat þess, að honum væri ekki kunnugt um, að ríkið hefði fengið tap af samvinnufélögum; þau töp, sem ríkið hafi hlotið, hafi það fengið af hlutafélögum. Honum ætti þó að vera þetta kunnugt, því einmitt það félag, sem hann stjórnar, stendur í miklum vanskilum við ríkissjóð. Mér er ekki kunnugt um mörg töp ríkissjóðs áhlutafélögum. Ég man aðeins eftir einu tilfelli, félaginu „Kára“, og er það þá sambærilegt við það, ef samvinnufélag Ísfirðinga yrði gert upp á næstunni. (FJ: Það verður ekki gert). Það fer nú eftir því, hver verður fjmrh. framvegis og hversu hann vill lengi halda þessu félagi á spenanum. Það er vitanlega rétt af kröfuhöfum að halda við öllum þeim rekstri, sem vonir standa til, að geti staðið, ef eitthvað birtir í lofti, en eftir því, sem mér er sagt um fjárhagsafkomu samvinnufélags Ísfirðinga, þá mun fljótt koma röðin að því, og fljótar en að flestum hlutafélögunum.

Ég vænti þess, að hv. dm. geti orðið samferða meiri hl. sjútvn., og ég verð að segja það, að mér finnst það koma úr hörðustu átt, þegar maður, sem stendur fyrir félagi, sem stofnað var með ríkisábyrgð, og ætti því að vita um þörfina í þessu efni, að hann einn nm. skuli leggjast á móti þessu frv. og andmæla því. Það er ekki nóg að líta á Ísafjörð einan, það þarf líka að líta á aðra staði á landinu, þar sem svipað stendur á. Það er ekki nóg að hringsnúast stöðugt um sitt eigið heimilisfang; menn verða að hafa svolitið víðari sjóndeildarhring. Mér virðist það næsta undarlegt, úr því menn, sem telja þessa braut jafnvarhugaverða og ég, vilja greiða fyrir þessu máli af þeim rökum, sem ég hefi áður hent á, þá skuli þeir menn, sem alltaf hafa talið þessa braut til þjóðþrifa, nú finna hvöt hjá sér til þess að risa upp gegn þessu máli. Ég hefi fært rök að því, að atgerð í Borgarnesi er engan veginn dauðadæmd, ef samvinnufélag Ísfirðinga á að teljast lífvænlegt, og ef verðmæti skipsins er athugað, þá vil ég segja, að áhættan við þessa ríkisábyrgð er engan veginn meiri — ég hygg minni — heldur en ábyrgðin fyrir samvinnufélag Ísfirðinga var á sínum tíma. Og ef afstaða hv. þm. Ísaf., sem sjálfur býr í skjóli slíkrar ríkisábyrgðar, er athuguð, þá virðist sem hann einn vilji njóta hér góðs af, en vill ekki rétta öðrum hjálparhönd, sem líkt er ástatt fyrir. Þetta er ámæli, sem mun loða við hann á meðan hann hefir ekki hreinsað sig af því með sterkari rökum en hann hefir enn komið með.