08.12.1933
Neðri deild: 30. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 612 í D-deild Alþingistíðinda. (1649)

55. mál, meðgjöf með fávitum

Forseti (JörB):

Það er í samráði við hv. form. fjvn., að málið var tekið á dagskrá nú. Að vísu talaði ég ekki við hann sjálfur, en sá, sem við hann talaði fyrir mína hönd, flutti þau boð frá honum, að ekki gerði til, þó málið væri tekið á dagskrá nú, ef vera kynni, að n. fengi fyrir þann tíma tækifæri til að athuga það. Nú var tilætlunin sú, að ljúka deildarfundum hér í kvöld, en sökum þess, að nú er ákveðinn fundur í Sþ., er vafasamt, að svo verði. Verður þá að boða fund í fyrramálið. Tilgangurinn með því að vísa málinu til n. var vitanlega sá, að fá álit hennar um það. Ég mun því fresta málinu, fyrst hv. form. fjvn. er ekki viðstaddur. En ég vænti þess, að fjvn. geri ályktun um það fyrir næsta fund.