08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í D-deild Alþingistíðinda. (1673)

82. mál, verðuppbót á útflutt kjöt

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Ég skildi ræðu hv. frsm. svo, að hann vildi ekki leggja til, að uppbót yrði gefin á útflutt freðkjöt, sem selt yrði fyrir 72 aura kg., en hinsvegar, að verðuppbót yrði veitt á saltkjötið, til þess að samræma verðið á því við verðið á frosna kjötinu. Ég get tekið undir orð hv. frsm. og lýst jafnframt yfir fyrir mitt leyti, að stj. mun taka þetta til tækilegrar athugunar og reyna að létta undir með þeim bændum, sem erfiðasta eiga aðstöðu, að svo miklu leyti sem hagur ríkissjóðs leyfir. Hér er um svo mikinn aðstöðumun fyrir héruðin að ræða, að sanngjarnt er, að ríkissjóður hlaupi undir bagga, svo framarlega sem honum er það kleift.