04.12.1933
Neðri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í D-deild Alþingistíðinda. (1703)

87. mál, samvinnubyggðir

Bjarni Ásgeirsson:

Af því að hv. þm. Str. er fjarverandi, en hann ber fram brtt., þá vil ég lýsa yfir því, að ég hefi sömu afstöðu til málsins og hann. Ef felldur er síðari liður till., gæti ég greitt henni atkv. En ég get ekki séð, að það sé nein sanngirni að fara að eyðileggja til hálfs og meira en það þessa litlu starfsemi, sem enn er hjá byggingar- og landnámssjóði, sem gert verður, ef þessar tekjur eru teknar.

Ég vil fyrst og fremst leggja til, að málið verði sett í nefnd. Og komi það til atkv. nú, fylgi ég till. hv. þm. Str. Verði hún felld, treysti ég mér ekki til að greiða málinu atkv.