08.12.1933
Sameinað þing: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í D-deild Alþingistíðinda. (1707)

80. mál, Eiðarskólinn

Páll Hermannsson:

Mér er kunnugt um, að síðastl. sumar hafði farið fram lausleg skoðun á fallvatni þessu. Hinsvegar veit ég, að mikið vantar á, að búið sé að athuga þetta svo sem þarf. Mér þótti vænt um, að hæstv. ráðh. lýsti yfir því, eins og líka við var að búast, að hann teldi rétt, að nánari rannsókn yrði gerð.

Ég tel rétt að geta þess, að þarna mun einnig á öðrum stoðum um vatnsmagn að ræða til rafmagnsframleiðslu, en þó býst ég við, að aðeins sé um einn stað að ræða, þegar á að fara að byggja rafmagnsstoð, sem nægir. Það fellur undir næsta þing að ákveða fjárl., en það er annars ætlun okkar að ýta undir þetta mál svo sem hægt er. Við viljum koma þessum umbótum á svo fljótt sem auðið er.

Eins og menn sjá, er till. í liðum, þannig, að þeir, sem væru t. d. á móti síðasta lið, geta greitt atkv. gegn honum, þótt þeir fylgi hinum.