08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í D-deild Alþingistíðinda. (1759)

32. mál, ríkisábyrgð fyirr Hólshrepp til rafvirkjunar

Frsm. (Jón Jónsson):

Þessi ábyrgð fyrir rafvirkjunarláni til Holshrepps í Norður-Ísafjarðarsýslu hefir áður verið veitt hér á þinginu, árið 1929. Að sönnu var þá ekki gert ráð fyrir eins hárri upphæð, en heimildin var þó veitt.

Afstaðan til rafvirkjunar á þessum stað er sæmilega góð, og höfum við fengið álit rafmagnsfræðings ríkisins. og sömuleiðis höfum við talað við vegamálastjóra og Steingrím Jónsson rafmagnsfræðing. Halldór Guðmundsson hefir gert mælingar og rannsóknir þessu viðvíkjandi.

Vatnið verður tekið úr Fossa í Hólshreppi, og er þar góð aðstaða til þess að fá þar geysimikla fallhæð, og með því að taka vatnið ofarlega má fá þar upp 420 hestafla stöð. Leiðslan er alldýr. fólkið eitthvað 700–800 manns, sem flest er búsett í Bolungavík. Í seinni tíð hefir verið talað um að hafa stöðina uppi í fjalli; með því yrði fallhæðin ekki eins mikil, en pípuleiðslan styttri.

Rekstraráætlun fyrir þessa stöð hefir verið lögð og áætlaður árlegur rekstrarkostnaður 26 þús. kr. Þá yrði að selja kílówattstundina á 5,4 aura að meðaltali, sem ekki er dýrt, ef miðað er t. d. við þennan bæ.

Fjvn. ofbýður að vísu sú fjáreyðsla, sem gefin er heimild til á þessu aukaþingi, og allar þessar lánsábyrgðir, sem samþ. eru í tugatali, en um þessa ábyrgð er það að segja, að hún hefir verið áður veitt, svo að nú er ekki nema um endurveitingu að ræða. Auk þess er hér um gott fyrirtæki að ræða, og er ábyrgðarhluti fyrir fjárveitingavaldið að verða þrándur í götu þess. Fjvn. vill hafa orðalag till. Þannig, að ljóst verði, að NorðurÍsafjarðarsýsla sé í bakábyrgð fyrir láninu, og leggur til, að till. verði samþ. þannig breytt.