27.11.1933
Efri deild: 20. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í D-deild Alþingistíðinda. (1761)

61. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Flm. (Jónas Jónsson):

Ég vil benda á, að einmitt út frá sjónarmiði hæstv. ráðh. er æskilegt, að til sé fjárveiting til fyrirhleðslunnar, því annars verður hann í vandræðum með áframhaldið í vor. Þó þessi heimild sé samþ., mundi enginn ásaka hæstv. ráðh., þó hann notaði hana ekki, ef áin yrði búin að rífa niður garðana og sléttlendið í vor, en ef garðarnir reynast vel, eins og flestir búast við, er mikilsvert að hafa heimildina til.