16.11.1933
Sameinað þing: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í D-deild Alþingistíðinda. (1812)

34. mál, vantraust á dómsmálaráðherra

Forseti (JBald):

Þessari till. um vantraust á hæstv. dómsmrh. var útbýtt í þinginu í gær. Nú er það venja, að taka vantrauststill. svo fljótt á dagskrá sem unnt er, og þar sem hæstv. forsrh. hafði enga tilkynningu um það gefið, að stj. hefði sagt af sér, þótti rétt að taka till. á dagskrá í dag, til þess að ákveða, hvernig hana skyldi ræða. — Vegna tilmæla hv. flm. mun ég þó taka till. af dagskrá, og kemur þá ekki til að ákveða umr. um hana að þessu sinni.