08.12.1933
Neðri deild: 32. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í D-deild Alþingistíðinda. (1821)

102. mál, samgöngur við Austfirði

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þessi till. er nú orðin gamall kunningi hér á þingi, samskonar till. hafa verið bornar fram áður, og hefir árangurinn orðið misjafn. Ég fyrir mitt leyti get ekki séð neitt á móti því, að till. verði samþ. Eimskipafél. er eins og allir vita félag einstaklinga og því ekki skyldugt til að fara eftir fyrirmælum stj. Þarna verður því að vera um samkomulag að ræða, en ég skal taka það fram, að venjulega hefir verið mjög gott að komast að samningum við Eimskipafél. En auðvitað verður það, eins og önnur slík fyrirtæki, að taka tillit til þess, hvaða ferðir borgi sig; án þess gæti það ekki haldið sér uppi. Ég hefi sem sagt ekkert á móti því, að till.samþ., en ég er hræddur um, að með henni náist ekki allt það, sem hv. flm. vilja. Forstjóri Eimskipafél. hefir sagt mér, að flutningar til og frá Austfjörðum séu venjulega fremur litlir, — en nú er meiningin að auka strandferðir til Austfjarða, og ég geri mér von um, að takast megi að samræma betur ferðir ríkisskipanna og skipa Eimskipafél. en hingað til.