08.12.1933
Neðri deild: 32. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í D-deild Alþingistíðinda. (1825)

102. mál, samgöngur við Austfirði

Jóhann Jósefsson:

Hér hefir risið upp deila nokkur um það, hvernig beri að afgr. þessa till. Eftir hinar góðu undirtektir hæstv. ráðh. þykist ég þess fullvís, að hv. flm. standi á sama, þó till. væri vísað til stj., og teldi ég það heppilega afgreiðslu. Enda er nú svo fátt þm. í d., að óvíst er um afdrif till., ef menn færu að skiptast í flokka um afgreiðslu hennar. Ég geri það því að minni till., að málinu verði vísað til hæstv. stj. það er rétt hjá hv. þm., að þessi till. hefði þurft að athugast í n., en þar sem hún er ekki borin fram fyrr en á síðasta augnabliki, er þess enginn kostur. Hinsvegar er öllum hv. þdm. kunnugt um samgönguerfiðleika Austfjarða, og vilja vafalaust allir stuðla að því, að úr þeim sé bætt eftir megni.