09.12.1933
Sameinað þing: 14. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í D-deild Alþingistíðinda. (1889)

64. mál, milliþinganefnd um launamál, starfsmannafækkun o.fl.

Jónas Jónsson:

Ég mun heldur ekki lengja umr. En út af því, sem hv. þm. Dal. sagði, þá er það augljóst, að hv. þm. hefir ekki skilið málið nógu vel, ef hann heldur, að það sé nóg lausn á þessu máli að fast aðeins við 1. lið till. Hv. þm. ætti að vera það kunnugt, að launagreiðslur til þeirra, er um getur í 3. lið, eru langhæstar. Það er sá liður og samkeppni einstaklingsfyrirtækja, sem erfiðast gerir fyrir um að leysa 1. lið till. Þegar launagreiðslur hjá einkafyrirtækjum og stofnunum, jafnvel þeim, sem eru styrktar af ríkinu, nema tugum og jafnvel fleiri tugum þúsunda, þá er sjáanlegt, að erfitt verður að þrýsta niður launum þeirra, sem taldir eru í 1. lið. Ég vil því algerlega mótmæla till. hv. þm. Dal. um að n. vanræki hina liðina.