27.11.1933
Efri deild: 20. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (1908)

56. mál, endurgreiðsla á skemmtanaskatti

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Frá því að skemmtanaskatturinn var latinn falla til ríkissjóðs, 1. júlí 1932, hefir verið höfð sú regla, að veita engar undanþágur frá skemmtanaskatti. frá þessum tíma hefir því verið greiddur skemmtanaskattur af öllum leiksýningum. En síðan sú breyt. var gerð, hækkaði skemmtanaskattur úr 10% upp í 18%, en þó voru leiksýningar undanþegnar hækkuninni. Leikhúsin njóta því nú þegar nokkurrar ívilnunar, því að þau greiða nú ekki nema rúman helming í skatt á við það, sem lagt er á flestar aðrar skemmtanir. Stj. ætlaðist til, að við þetta skyldi sitja, og að ekki yrði notuð sú heimild, sem felst í 3. gr. skemmtanaskattslaganna, til að veita algerða undanþágu frá skemmtanaskatti. Hér er að vísu ekki um mikla fjárhæð að ræða, og jafnframt hefir leiklistin menningargildi, en mér er þó skylt á þessu stutta þingi að leggjast frekar á móti öllum till., sem rýra tekjur ríkissjóðs, og öllum þeim till., sem auka stórlega útgjöld ríkissjóðs.