08.12.1933
Neðri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 668 í D-deild Alþingistíðinda. (1920)

53. mál, skilanefnd Síldareinkasölu Íslands

Fyrirspyrjandi (Jóhann Jósefsson):

Það voru aðeins nokkur orð til hv. þm. Ak. — Það er rétt, að það er ekkert firma til, sem heitir Fjeldsted og Líndal, en það eru til hæstaréttarmálaflutningsmenn, sem heita Fjeldsted og Líndal, og þessir menn starfa í félagsskap, eins og reyndar fleiri slíkir menn í þessum bæ, og sé ég engan eðlismun á því. Ég hefi ekki getað sannfærzt af því, sem hv. þm. Ak. hefir fært fram, að hér sé um fullkomið málfærsluvelsæmi að ræða. Ég verð þvert á móti að halda því fram, að þetta sé mjög óeðlileg aðferð, sem er sennilega alveg einsdæmi og í hæsta máta óviðkunnanleg.