05.12.1933
Efri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í D-deild Alþingistíðinda. (1925)

56. mál, endurgreiðsla á skemmtanaskatti

Jón Baldvinsson:

Ég hefi skrifað undir þetta mál með fyrirvara, og hann er í því fólginn, að ég tel, að þegar farið verður að leysa undan l., sem voru samþ. á síðasta þingi um það að draga ýmsar tekjur, sem ætlaðar voru sér stökum fyrirtækjum, til ríkissjóðs, þá séu það ýmsar stofnanir, og þá sér staklega ein, sem ætti að ganga á undan áður en farið verður að gefa leikfélaginu eftir skemmtanaskatt eða endurgreiða.