05.12.1933
Efri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í D-deild Alþingistíðinda. (1926)

56. mál, endurgreiðsla á skemmtanaskatti

Jónas Jónsson:

Hv. 5. landsk. hefir nú komið með sínar varnir, og þær voru ekki veigamiklar. Það er játað af hv. þm., að leikfélagið hafi neitað að auglýsa í einu dagblaði bæjarins. (GL: Tveimur). Nei, einu. Hv. þm. gætir þess ekki, að það blað, sem hann ber hér saman við Nýja dagblaðið, er ómerkilegur snepill, sem kemur út einu sinni í viku. Ég vil segja hv. þm. það, að þetta er skoðað af öllum, sem til þekkja, sem angi af því nazistaæði, sem er í bænum, og því verður náttúrlega svarað á viðeigandi hátt af heim, sem fyrir þessu verða.

Það getur skeð, að það borgi sig fyrir leikfélagið að segja við einn pólitískan flokk í landinu: Við kærum okkur ekki um ykkur, viljum ykkur ekki sem okkar gesti og ekki sem okkar stuðningsmenn, þá er ekkert við þessu að segja; þá er þetta stríð.

Út af orðum hv. 1. landsk. um það, að óviðeigandi sé að setja eftirlit á félög, þá vil ég taka það fram, að það er ákaflega óviðeigandi, að ekki skuli vera neitt eftirlit með félögum, eins og t. d. Eimskipafélaginu, þar sem hv. þm. sjálfur er í stjórn og þar sem margt hefir verið framkvæmt þess eðlis, að það getur verið álitamál, hvort ekki hefði verið þörf á, að þingið líti betur eftir í heim efnum. þetta liggur náttúrlega ekki fyrir nú, en ég vildi aðeins benda hv. hm. á, að það er langt frá því, að slíkt eftirlit sé of víða.