15.11.1933
Neðri deild: 10. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 316 í D-deild Alþingistíðinda. (1934)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Ólafur Thors:

Ég vil svara þessari umvöndun hæstv. forseta á þá leið, að ég var að andæfa móðgandi ummælum í minn garð, sem flutt voru á þeim vettvangi, þar sem ég átti þess engan kost að koma vörnum við. Hér í þessari hv. þd. eiga margir sæti úr hópi templara, og ef nokkur þeirra vill taka að sér að verja framkomu forustumanna reglunnar, er ég nefndi, þá skora ég á þá að gera það. En ef þeir gera það ekki, þá má líta á það sem vott þess, að umvöndun hæstv. forseta hafi ekki verið réttmæt.