28.11.1933
Neðri deild: 21. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í D-deild Alþingistíðinda. (1976)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Frsm. meiri hl. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil aðeins benda á, að dagskrártill. horfir allt öðurvísi við nú, eftir að hv. þm. V.-Húnv. hefir tekið hana upp, heldur en frá því sjónarmiði og hugarfari, sem hún var flutt af hv. þm. V.-Sk. Það kom fram hjá hv. flm. velvilji í þá átt að leysa málið, að vísu á þeim grundvelli, sem felst í dagskránni, þar sem hann, að framkominni aths. frá hv. 1. þm. Reykv., vill athuga, hvort ekki sé rétt að flytja efni dagskrárinnar í öðru formi við síðari umr. Aftur á móti hygg ég, að hv. þm. V.-Húnv. taki dagskr. upp af allt öðrum forsendum, sem sé þeim, að hann vilji einungis eyðileggja málið.