30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í D-deild Alþingistíðinda. (1984)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Thor Thors:

Hv. þm. V.-Sk. og hv. 1. þm. Reykv. hafa að mestu leyti tekið af mér ómakið að ræða þessa brtt., sem ég er meðflm. að.

Þetta mál kemur svo fyrir þingið, að áhrifamenn úr öllum flokkum bera fram till. um að kaupa þessa lóð á 200 þús. kr. Allir, sem að till. standa, eru miklir valdamenn hver í sínum flokki og fylgja hverju máli fast fram, ekki sízt þegar um er að ræða styrk til góðtemplarareglunnar. óttaðist ég því strax, að till. myndi eiga greiðari Ieið gegnum þingið en skyldi, hví að ég álít óverjandi, að þetta aukaþing fari að taka á sig svo stóran bagga sem hér ræðir um. Þessi ótti minn reyndist á rökum byggður, því að eftir fyrri umr. var till. samþ. lítið breytt.

Ég álít heppilegra, að góðtemplarareglan fái sjálf að njóta sinnar lóðar en að ríkið fari að kaupa hana af henni fyrir þetta allt of háa verð, og því hefi ég gerzt meðflm. þeirrar till., sem hér liggur fyrir. Ég vil jafnframt geta þess út af andmælum hv. þm. G.-R., að hér er ekki um að ræða nein sérstök hlunnindi til reglunnar. Henni er aðeins tryggður réttur til lóðar, sem hún hefir haft til afnota og vafi er um, hvort hún hefir ekki fullan rétt á. Þá vil ég henda hv. þm. á, að eftir er fyrir regluna að reisa hús það, sem hún ætlar að koma sér upp. Þeir, sem telja það skipta nokkru máli, hvernig reglan hegðar sér, og ég tel mig einn af þeim, geta huggað sig við það, að reglan og Alþingi eru ekki skilin að skiptum. Fer bezt á því fyrir forráðamenn reglunnar að haga starfi sínu sómasamlega, svo að þeir geti treyst velvilja Alþingis.

Út af ræðu hv. 2. þm. Skagf. vil ég aðeins taka það fram, að mér fannst hún nokkuð tilfinningakennd af svo rösknum manni, þar sem hann talaði aðeins um útsýnina frá bakhlið þinghússins og verðmæti, sem ekki yrðu í askana látin. Ég vil benda hv. þm. á það, að fegurð alþingishússgarðsins er ekki svo mikils virði sem hann vill vera láta, enda eru þeir faestir, sem geta notið hennar. Og þó að hv. þm. sé að tala um heimsku og skripaleik, sem verið sé að framkvæma í þessu máli, þá er nú um hvorugt að ræða. hér ræðir um það að breyta útgjöldum ríkissjóðs úr 150 þús. kr. í 25–30 þús. eins og till. okkar vill. Við álitum, að þetta sé svo mikils virði, að við viljum heldur, að Alþingi afhendi reglunni þessa gjöf en að verða að láta af hendi 150 þús. kr. Mun hann sannfærast um, að hér er ekki um neinn skrípaleik að ræða, heldur sparnaðarráðstöfun, sem honum mun verða kær við nánari athugun.

Um starf góðtemplarareglunnar hefi ég ekki margt að segja. Þeir eiga eftir að koma í framkvæmd öllum sínum áhugamálum. Þarf því enginn þm. að vera hræddur við að sýna góðtemplarareglunni hann velvilja að eftirláta henni þessa Ióð. Er það vel, ef Alþingi vill nú, þegar breyt. á áfengislöggjöfinni stendur fyrir dyrum, votta góðtemplarareglunni nokkurn velvildarhug og eiga samvinnu við hana í ákveðinni bindindisstarfsemi. Þarf enginn að óttast, að Alþingi myndi missa tökin á þessum málum, þótt það sýndi þennan litla vott velvildar.