30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 375 í D-deild Alþingistíðinda. (1988)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Jakob Möller:

Hv. 2. þm. Skagf. verður náttúrlega að viðurkenna allar kvaðir í þessu sambandi, en ekki að láta sér nægja að nefna það eitt, sem er kvöð á templurum. Hæstaréttardómur hefir fallið á þá leið, að sú kvöð skuli vera í gildi, að húsið skuli vera flutt af lóðinni. En einnig aðra kvöð hefir hæstaréttardómurinn líka ákveðið. Það er kvöðin um að sjá templurum fyrir lóð aftur til að byggja á.