06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

2. mál, kosningar til Alþingis

Ólafur Thors:

Ég óska eftir að fá atkvgr. um málið nú þegar. Ég minnist þess, að ég bað forseta fyrir skömmu að fresta atkvgr. í einu máli, um kaupin á góðtemplaralóðinni, af því að tveir menn voru fjarstaddir, sem afgreiðsla málsins valt á, en forseti neitaði því. Snerist þó málið um 150 þús. kr. framlag úr ríkissjóði. Hitt var svo ekki honum að þakka, þótt forlögin reyndust svo holl ríkissjóðnum í þetta sinn, að þáltill. væri drepin í Nd. Vænti ég, að forseti fylgi sínu eigin fordæmi og láti nú ganga atkv. um kosningalögin. Mun ég þó beygja mig, ef sjálfstæðismenn í stjskrn. telja von um samkomulag, en mér skilst, að það sé ekki fyrir hendi.