06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

2. mál, kosningar til Alþingis

Jakob Möller:

Ég geri ráð fyrir, að forseta sé það kunnugt, að ólíklegt er, að nokkurt samkomulag verði á milli nefndarhlutanna. Ég tel alls engar líkur til þess, og hv. þm. N.-Ísf. hefir lýst yfir hinu sama óbeinlínis. Viðvíkjandi frestun vegna fjarvista er það að segja, að þær geta eins orðið á morgun. Þótt annar nefndarmaðurinn, sem er veikur, komi á morgun, getur eins verið, að hinn vanti enn, og ætlar hæstv. forseti þá að fresta aftur?